,,Án titils“

Í heimildamyndaröðini Án titils munum við kynnast fjórum a okkar öflugustu myndlistamönnum. Öll hafa þau menntað sig og starfað bæði hérlendis og erlendis og sýnt verk sýn í söfnum um víða veröld og hafa selt verk sín til safna, einkaaðila og stofnanna. Myndirnar fjalla um myndlistamenn sem hafa fengið margþátta viðurkenningu fyrir störf sín og verk. Við fjöllum um myndlistamenn sem hafa ekki gefist upp á lífsstarfi sínu þótt á móti blési og hafa þau marg oft þurft að leggja allt undir til að sinna lífsköllun sinni.
Við veljum að sýna myndlistamanninn innan frá að fylgjast með honum í lífi og að störfum í eitt ár. Við munum verða augu og eyru veggja í vinnustofu hans, fygjast með samskiptum við sýninga- og safnstjóra, útgefendur, kaupendur, fjölskyldu, vini og kunningja. Við fáum innsýn í daglegt líf, fjölskylduhagi og áhugamál.
Myndirnar verða um 45 mínútur hver og tilbúnar haustið 2012 og sýndar á RÚV og á öllum Norðurlöndunum, jafnframt verður verkefnið boðið öðrum sjónvarpsstöðvum svo sem ARTE.  Myndirnar verða gefnar út á DVD og dreift í alla skóla. Við gerum ráð fyrir að myndirnar verði sígildar og hafi því langan líftíma.
Kvikmyndagerðamennirnir Hákon Már Oddsson og Guðbergur Davíðsson  vinna myndirnar í samvinnu.
Myndirnar fjalla um eftirfarndi listamenn:

brynhildurthBRYNHILDUR ÞORGEIRSDÓTTIR er fædd 1955 á Hrafnkelsstöðum og nam hún við Myndlista- og handíðasklólann á kennarabraut þar sem frjálsar listir voru kenndar. Síðar fór Brynhildur til framhald-snáms í Hollandi og Bandaríkjanna þar sem hún var í meistaranámi í Californian Collage of Arts and Crafts (CCAC) í glerskúlptúrgerð. Brynhildur hefur sýnt og starfað bæði heima og erlendis en hún bjó um árabil í NY og eru verk hennar í eigu allra helstu listasafnanna á Íslandi. Nýverið var vígt verk eftir Brynhildi við Háskólann í Reykjavík og síðasta sumar kenndi hún í Pilchuck glerskólanum í Seattle í USA. Hún hlaut starfslaun listamanna 2010 og var með einkasýningu í Ásmundarsal 2011. http://brynhildur.com/

halldorasHALLDÓR ÁSGEIRSSON er fæddur 1956 og nam hann myndlistir við Listaáskólann VIII í París. Við heimkomu varð hann strax virkur myndlistamaður og fór síðan eigin leiðir í sköpun og framsetningu. Halldór hefur síðar dvalið og starfað mikið erlendis m.a. í Mexikó, Miðausturlöndum og Japan og sjá má áhrif þessarra landa og menningar þeirra í verkum hans. Ein af sérstöðum Halldórs er að vinna með hraun og endurbræða það og hefur hann þróað sérstaka tækni hvað það varðar. Halldór dvaldi í Kína haustið 2010 og er var með samsýningu þar í Nóvember. Öll helstu söfnin á Íslandi eiga verk eftir Halldór, hann hefur búið til og sett upp verk fyrir Landsvirkjun og Orkustofnun og var vígt verk eftir hann í Háskólanum í Reykjavík nýverið. http://halldorasgeirsson.info/

finnbogipeFINNBOGI PÉTURSSON er fæddur 1959 og nam fyrst við Myndlista- og Handíðaskólann í Nýlistabraut og síðar við Jan Van Eyck Akademíuna í Hollandi. Hljóðverk sem skúlptúrar eru eitt aðaleinkenni Finnboga og eru listaverk hans einstök hvað það varðar en hann vinnur líka mikið með lifandi myndir og hefur gert fjöldann allan af video verkum og gefið út hljóðplötur með verkum sínum. Finnbogi var valinn fulltrúi Íslands við Feneyjarbíenalinn 2001 sem er einn helsti heiður sem listamanni hlotnast en hann setti þar upp verkið Dibolus sem hefur síðan ferðast víða um heim. Finnbogi hefur sýnt í  i8 í Tryggvagötu, Pittsburg, Vín, í Noregi og í Gerðasafni á þessu ári. http://www.finnbogi.com/

kristingKRISTÍN GUNNLAUGSDÓTTIR er fædd 1963 og nam myndlist fyrst á Akureyri og síðar við Myndlista- og handíðarskólann en hélt svo til Ítalíu þar sem hún lærði íkonamálaralist í klaustri í Róm en síðar fór hún í hefbundið nám í listmálun í Accademia di Belle Arti. Málverk Kristínar vöktu strax mikla athygli og hafa verið hennar aðaltjáningarmáti. Undanfarin ár hafa orðið þáttaskil hjá Kristínu og hafa myndirnar breyst úr trúarlegum myndum yfir í ágengar myndir um kvenneðli, erotík og markaðshyggju. Hefur hún sýnt verk sín hérlendis og erlendis og eru verk hennar í eigu allra helstu listasafnanna. Nýútkomin er bók um Kristínu og og í sumar var stór yfirlitssýning á verkum hennar í Listasafni Akureyrar. http://kristing.is/

Pósthólf 5481 • 125 Reykjavík • info@ljosop.is

Hönnun og uppsetning, Hugsa sér ehf
Ljósop, merki
Randon 10.jpg