Ljósop ehf var stofnað árið 2000 og tilgangurinn að framleiða kvikmyndir, einkum heimildamyndir.
Stofnandi og framkvæmdastjóri Ljósops ehf er Guðbergur Davíðsson.
Guðbergur er fæddur 1956, stúdent frá MT 1977 og með BFA gráðu í kvikmyndagerð frá San Francisco Art Institute 1983. Hann hefur unnið við kvikmyndagerð síðan, m.a. hjá Fréttastofu RÚV, Myndbandagerð Reykjavíkur, Thule Film í Noregi, Nýja Bíó og SkjáEinum. Guðbergur er einn af stofnendum Skjás Eins 1999 og stórnaði öllum framleiðslu og tæknimálum sjónvarpsstöðvarinnar fyrstu fimm árin. Frá 2004 hefur Guðbergur einbeitt sér að heimildamyndagerð.
Ljósop ehf er eigandi að tveim kvikmyndafélögum.
Kvikmyndafélaginu Nýja Bíó í samvinnu við Guðmund Kristjánsson og
Hvíta Fjallinu ehf í samvinnu við Þór Elís Pálsson
Nýja Bíó er aðeins með lágmarksrekstur í dag og hefur ekki framleitt mynd frá árinu 2000 en heldur utan um mikið safn mynda og safnaefnis frá 1985 til 2000. Má þar nefna hrátökur, heimildamyndir og sjónvarpsefni unnið af Nýja Bíó, Myndbandagerð Reykjavíkur og Kvikmyndafélagsinu Garpi ehf.
Hvíta Fjallið hefur framleitt tvær myndir, Einungis Fæðing og Gott Silfur Gulli Betra.
Ljósop ehf er með aðstöðu í samvinnu við nokkur kvikmyndafyrirtæki á Skúlagötu 30, 101 Reykjavík.
Eigendur Ljósops ehf frá upphafi eru Guðbergur Davíðsson kvikmyndagerðamaður og Halldóra Káradóttir viðskiptafræðingur.