Í fótspor feðranna

(Last of the Devil´s Own)

UM VERKEFNIÐ
Í fótspor feðranna (The Last of the Devil´s Own) er heimildarmynd um leit íslenskrar stúlku að upplýsingum um líf afa síns frá Írlandi sem gengdi herþjónustu í breska hernum og tók þátt í uppreisn á Indlandi árið 1920 til stuðnings sjálfstæðisbaráttu Íra. Fyrsta og síðasta uppreisnin innan breska hersins síðan uppreisnin á Bounty átti sér stað. Forsprakki uppreisnarinnar var tekinn af lífi.
Neil McMahon hefur unnið að heimildasöfnun vegna þessa verkefnis í að nálgast 2 ár og er svo komið að flestar upplýsingar eru komnar upp á borðið. Nú þegar er byrjað að setja sig í samband við einstaklinga erlendis vegna viðtala og samstarfs og byrjað á því að stilla upp nákvæmri framleiðsluáætlun. Handritið er að mestu tilbúið og eingöngu eftir að samhæfa það tökuáætlun og lokaklippingu.

Ljósop vinnur að verkefninu ásamt Konráði Gylfasyni  &
Neil McMahon

Pósthólf 5481 • 125 Reykjavík • info@ljosop.is

Hönnun og uppsetning, Hugsa sér ehf
Ljósop, merki
Random 9.jpg