Nýtt

„VARNARLIÐIÐ" - Kaldastríðsútvörður

- heimildamynd um sögu bandaríska varnarliðsins á Íslandi

 

Varnarlidi-Poster-v04-LoRes

 

Kvikmyndin  „VARNARLIÐIГ - kaldastríðsútvörður er vönduð heimildamynd sem greinir frá sögu bandaríska varnarliðsins sem dvaldi á Íslandi í rúma hálfa öld. Áhersla er lögð á að skýra umsvif og tilgang liðsaflans ásamt áhrifum sem þau höfðu  á landsmenn. Margar áður óbirtar upplýsingar koma fram ásamt  umfangsmiklu myndefni af starfseminni sem glæðir frásögnina lífi.  Mikið af myndefninu hefur ekki áður birst opinberlega og er það sett fram í bestu fáanlegu gæðum. Í myndinni greinir fjöldi viðmælenda frá starfi sínu í eða fyrir varnarliðið og af samskiptum auk þess sem sérfræðingar leggja mat á sögulegar staðreyndir. 

Myndin byggir á rannsóknavinnu Friðþórs Eydal en kvikmyndagerðarmennirnir Guðbergur Davíðsson og Konráð Gylfason, sem báðir hafa mikla reynslu á þessu svið, annast leikstjórn og framleiðslu.

Framleiðsla myndarinnar hefur verið langt og kostnaðarsamt verkefni en afraksturinn er einkar fæðandi og til þess fallinn að vekja verðskuldaða athygli á starfsemi sem um árabil var fyrirferðarmikill þáttur í íslensku þjóðlífi, en ávallt sveipuð talsverðri dulúð.

Heimildamyndin VARNARLIÐIÐ á skýrt erindi við landsmenn og ráðgert er að hafa hana til sýningar dagana 15. – 25. nóvember í kvikmyndahúsinu Bíó Paradís svo að sem flestir geti notið sýningarinnar í mestu myndgæðum.

Heimildamyndin „VARNARLIÐIГ - kaldastríðsútvörður er um 85 mínútna vönduð mynd sem hefur tekið nokkur ár í framleiðslu og er  framleidd af Ljósop ehf. ásamt KAM film í samvinnu við RÚV .

Kynningarstúfur - vimeo.com/239836423

 


 

 

Refurinn, heimskautahöfðinginn 

Image 001

Heimildamynd um íslenska refinn.

Mynd um lífsferil Heimskautarefsins. Þetta er saga um kraftaverk; líf refa og örlög þeirra  í harðbýlu landi.

Eftir langan og kaldan vetur gýtur læða yrðlingum og þá hefst ævintýralegur lífsferill. Yrðlingar fæðast blindir, vandir af spena á tíundu viku og læra að bjarga sér. Tólf vikna gamlir tínast þeir að heiman og upp úr því bjarga þeir sér sjálfir. Þeir leita sér að maka, byggja upp óðal og ársgamlir eru þeir komnir með sitt fyrsta got og byrjaðir að ala upp nýja kynslóð yrðlinga. Hringnum er lokað.

Þetta er 27 mín.  Long heimildamynd sem sýnd var á RÚV:

Kynningastúfur:  vimeo.com/128131197

Hægt er að sjá myndina á ensku á vimeo:    vimeo.com/ondemand/thearcticfox


 

 

 

Nýjar hendur - heimildamynd

 

0J2B3492

 

 WOW air styrkir heimildamyndina Nýjar Hendur sem Ljósop ehf er með í framleiðslu í samvinnu við Markell ehf. Nýjar Hendur fjallar um Guðmund Felix Grétarsson sem bíður nú eftir handaágræðslu í Lyon í Frakklandi. 

Upptökur hafa staðið yfir í um tvö ár og gengið afar vel. Myndina er búið að selja til margra landa auk Íslands til að mynda Frakklands, Danmerkur en mikill áhugi er fyrir þessari sögu úti í hinum stóra heimi. Guðbergur Davíðsson er framleiðandi myndarinnar en leikstjórar eru þeir Örn Marinó Arnarson og Þorkell S. Harðarson (Markell). 

Ef allt gengur að óskum ætti myndin að verða tilbúin á vormánuðum 2014.

 

 

 

Fjallkonan

 

Fjallkona mynd 1A 

Sumarið 2004 fundu Ágúst Borgþórsson;  vélstjóri og Unnar Sveinlaugsson;  vélsmiður frá Seyðisfirði nælur í urð og grjóti á Vestdalsheiðinni.  Fornleifafræðingar mæta á staðinn undir stjórn Sigurðar Bergsteinssonar minjavarðar Norðurlands Eystra og uppgvöta leifar konu frá tíundu öld, nokkrar skartnælur, líkamsleifar og um 500 perlur.  Brynja Björk Birgisdóttir fornleifafræðingur skoðar perlurnar og segir frá þeim.  

 

Fornbeinafræðingarnir Hildur Gestsdóttir og Guðný Zoëga skoða beinin og segja okkur hvort hún hafi alist  upp á Íslandi og hve gömul hún var.

 

Hver var þessi kona ?  Ýmsar staðreyndir og getgátur koma fram og segir Valgerður H. Bjarnadóttir okkar m.a. að hún hafi verið völva.

 

Sigurður setur fundinn í samhengi við annan sambærilegan fund í Norgei og segir okkur frá tíðarandanum á þessum tíma.

 

Fundurinn reyndist einstakur,  því aldrei áður hafa leifar svo skartklæddrar konu frá víkingaöld fundist á víðavangi.

 

    Myndin er unnin í samstarfi við:

     Þjóðminjasafn Íslands:      Margréti Hallgrímsdóttur

     Fornleifavernd Íslands:      Kristín Huld Sigurðardóttir

 

Guðbergur Davíðsson-leikstjórn

Örn Marínó Arnarson-klipping

Hallur Ingólfsson-tónlist

Sunna Sigurðardóttir-teikningar

 

 

Lengd;  28 mínútur.

 

 

 

Kynningastúfur 

 

 

Pósthólf 5481 • 125 Reykjavík • info@ljosop.is

Hönnun og uppsetning, Hugsa sér ehf
Ljósop, merki
Randon 7.jpg