Refirnir á Hornströndum

Refirnir á Hornströndum 

 


Hugmyndin er að framleiða ljóðræna og sanna kvikmynd um lífsferil Heimskautarefsins.  Myndin er saga um kraftaverk; líf refafjölskyldu og örlög hennar í harðbýlu landi.

Eftir langan og kaldan vetur gýtur læða fimm yrðlingum og þá hefst ævintýralegur lífsferill. Yrðlingar fæðast blindir, vandir af spena á tíundu viku og læra að bjarga sér. Tólf vikna gamlir tínast þeir að heiman og upp úr því bjarga þeir sér sjálfir. Þeir leita sér að maka, byggja upp óðal og ársgamlir eru þeir komnir með sitt fyrsta got og byrjaðir að ala upp nýja kynslóð yrðlinga. Hringnum er lokað.

 

Sagan

Vorið kemur hægt og rólega. Fjallalækir brjóta af sér snjóinn, lóupar gerir sér hreiður, silungur spriklar í ósnum og refur dregur björg í bú þar sem nýfæddir yrðlingarnir bíða með móður sinni.

Yrðlingarnir braggast, þrír strákar og tvær stelpur. Skríða úr greninu, líta umhverfið forvitnum augum, leika sér og vaxa. Allt vekur undrun og áhuga, þau skoða heiminn hvert á sinn hátt. Allt er svo skemmtilegt og lífið virðist svo áhyggju-laust, en hætturnar eru margar og sumar hrikalegar.

Haustið sígur inn. Með góðu eða illu er þeim gert að yfirgefa bernskuheimilið og hefja lífsbaráttuna. Við fylgjumst með afdrifum þessara fimm systkina fyrsta árið. Saga þeirra er ólík þó stefnan sé ein og hin sama.

Stærsti refurinn, Rikki, sem fór oftast fyrir systkinum sínum, var sterkastur og frakkastur. Hann fer eldrei langt frá óðali feðrana, finnur sér fljótlega maka. Saman skoða þau húsnæðismarkaðinn, finna gamalt greni, nota fengitímann fel og eignast afkvæmi vorið eftir.

Frikki var næstum eins stór og Rikki. Hann finnur sér ekki maka á heimaslóðum og leggur því land undir fót og ráfar frekar stefnulaus um. Lífið verður hið undarlegast og hann lendir í ýmsum æfintýrum. Loks um vorið telur hann sig hafa himinn höndum tekið. Gríðarlegur fjöldi æðarfugla liggur á eggjum sínum. Hvort tveggja er uppáhaldsmaturinn og þarna sækir hann sér mat í tvo daga. Hann gleymir allri varkárni enda þekkir hann hvorki tvífætlinginn né rörið hans sem spýr eldi og því enar hann líf sitt skammt fyrir utan æðarfuglanýlenduna en sem betur fer með fullan maga.

Minnstur yrðlinganna var Sakki. Honum var alltaf ýtt til hliðar og fékk alltaf síðastur matinn en hann var greindur og greip því til sinna ráða. Þegar pabbi var fjarverandi beið hann hvernig sem viðraði fyrir utan greinið og gat þannig fengið fyrstu bitanna áður en systkini hans komu út. Sakki er líka afar forvitinn og uppgötvaði þá tvífætlinganna sem dvöldu oft nálægt greninu. Þeir áttu það til skilja eftir mat á glámbekk og stundum fékk hann bita og bita er hann sniglaðist í kringum þá á kvöldin. Fyrir vikið varð hann stór og sterkur og en það snérist við um veturinn þegar tvífætlingarnir hurfu á braut. Sakk var ekki góður að veiða og varð því undir í lífsbaráttunni, fann sér ekki maka og lifði ekki veturinn af.

Stína var svo undurblíð en jafnframt frökk. Fljótlega eftir að hún fór að heiman fann hún sér sér maka. Þau fundu ekki hentugan stað fyrir heimili sitt og færðu sig því lengra í burtu. Um vorið gaut Stína fjórum yrðlingum. En hamingjan varð skammvin. Maki hennar snéri aldrei aftur úr veiðiferð og hún varð einstæð móður, staðráðin í því að koma ungunum sínum upp. Refur á leið framhjá og sýnir henni áhuga en hann er ekki gagnkvæmur. Hún lætur greinilega í ljós að henni er ekkert um hann gefið og rekur börnin ofan í grenið og tilbúin til að berjast. Ekki gerist þörf á því . Lífsbaráttan er hörð og hún varð að fara í veiðiferð, komst ekki hjá því. Á meðan kemur refurinn aftur og læðir sér ofan í grenið og sækir yrðlinganna, einn á eftir öðrum og drepur þá fyrir utan. Tófuna ætlar hann fyrir sjálfan sig og ekki kemur til greina að ala upp annarra refa yrðlinga.

Fimmti yrðlingurinn, hún Bína fer aldrei langt frá bernskuslóðum. Rétt eins og Rikki bróðir fann hún sér maka og þau gerðu sér bú á tryggum stað í hlíðinni yfir ofan gamla heimilið. Þar má hún vera vegna skyldleikans, en pabbi og mamma skipta sér ekkert af henni. Hún er orðin sjálfstæður einstaklingur og það er liðið sem liðið er.

Pósthólf 5481 • 125 Reykjavík • info@ljosop.is

Hönnun og uppsetning, Hugsa sér ehf
Ljósop, merki
Random11.jpg